:: The Materialistic Worldview ::

"Taking something to be so, taking it to be not so or not taking it to be either does not make it so, does not make it not so and does not make it neither" Fred Dretske
:: welcome to The Materialistic Worldview :: bloghome | contact ::
[::..archive..::]
[::..Friends..::]
:: My departmental website [>]
:: Bara [>]
:: Jon Ingvar [>]
:: Tyrone Hobbes [>]
:: Burla [>]
:: Reynir and family [>]
:: Fríður Finna [>]
:: Svavar Knutur [>]
:: Asgeir Olafs [>]
[::..Whiskey..::]
:: Royal Mile Whiskies [>]
:: Ian Macleod Distillery [>]
:: Master of Malt [>]
:: Whisky Heritage Museum [>]
:: Connemara Whiskey [>]
:: Jack Daniels [>]
[::..Fun stuff..::]
:: Maddox Genius no1 [>]
:: Michael Kelly Genius no2 [>]
:: Kissonline [>]
:: Kissasylum [>]
:: Garfield [>]
:: Bitter Films [>]
:: [::..Philosophy and politics..::]
:: Murinn [>]
:: Kreml [>]
:: Arts and letters daily [>]
:: New York Review of Books [>]
:: Noam Chomsky [>]
:: Eric Lormand [>]
[::..Schools and work..::]
:: Galway psychology department [>]
:: Cambridge centre for behavioral studies [>]
:: B.F. Skinner foundation [>]
:: ]

:: 08 maí, 2007 ::

Kosningar

Þá er að koma að því, einn skemmtilegasti tíminn á Íslandi, alþingiskosningar, er að nálgast. Það er fátt skemmtilegra en að fara í fjölskylduboð, partý og alls kyns samkomur og heimsóknir þessa dagana. Allstaðar er talað um pólitík, rökrætt, hvað hefur ríkisstjórnin gert gott, hvað hefur hún gert slæmt og þar frameftir götunum. Rosa gaman að æsa fólk upp og æsast sjálfur aðeins upp. Því miður get ég ekki tekið þátt í þessum umræðum þetta árið þar sem ég er staddur á Írlandi en ég er samt búinn að kjósa. Ferðaðist alla leið til Dyflinnar, 3 tímar í lest hvora leið, til að hitta ræðismanninn og kasta atkvæði mínu. Nú er bara að vona að samantekin ráð írsku og bresku póstþjónustunnar verði ekki til þess að atkvæðið mitt týnist eða komi heim einhverntíman í september. Kæmi mér ekki á óvart.

Velti vel og lengi fyrir mér hvað ég ætti að kjósa. Hef alltaf talið mig vera rétt vinstra megin við miðju, nettan sósíalista sem samt styður frelsi í atvinnumálum (fínt að einkavæða eitthvað). Hef því aldrei getað kosið Sjálfstæðisflokkinn, eitthvað yfirmáta spillt yfirbragð á honum og einhver durgsháttur yfir vötnum þar. Hann hefur líka náð því að vera algerlega ópólitískur og það er kannski það sem þarf til að halda völdum.

Var einu sinni frammari, fannst það eiginlega rökréttast og finnst það enn miðað við það sem flokkurinn segist vera. Miðjuflokkur. En það er munur á því sem fólk segir og gerir, sérstaklega frammarar. Finnst flokkurinn vera full stóriðjuglaður og svo er nú nýjasta útspil Jónínu ekkert að gera mig sérlega glaðann. Ekkert XB

VG eru ágætis kostur, náttúrusinnar og vilja vernda það sem mér þykir hvað vænst um í heiminum, Íslenska náttúru. Það verður samt að segjast að ég treysti eiginlega ekki lopapeysufólkinu til þess að hafa mikil áhrif á utanríkisstefnuna okkar. Ég hef séð hvað EU aðild gerði fyrir Írland og held að við hefðum bara gott af því að ganga í það. Við erum Evrópubúar, ekkert síður en Íslendingar. Svo finnst mér undarlegt að sjá Steingrím J. gaspra um spillingu, lét hann ekki malbika veginn heim til sín þegar hann var samgönguráðherra?

Frjálslyndir... segjast vera með nýja stefnu í innflytjendamálum en ekki vera rasistar. Málið er bara það að það eru ágætis innflytjendalög á Íslandi, þeim er bara ekki framfylgt almennilega þannig að hingað fær fólk að vera lengi án leyfa og fólk sem kemur hingað er sáralítið aðstoðað við að læra íslensku. Kýs ekki rasistaflokk, sama hvað hann kallar sig.

Íslandshreyfingin... ágætur kostur en ekki fyrir mig. Þegar Margrét Sverris talaði fyrir því að setja „óhefðbundnar lækningar" inn í almannatryggingakerfið var mér nóg boðið. Ég vill ekki borga fyrir það! Hef líka hallast til vinstri þannig að ég væri bara að eyða mínu atkvæði með því að kjósa þetta lið. En hvet hægri græna til að kjósa þá engu að síður.

Þá er bara Samfylkingin eftir. Finnst nú oddviti þeirra í Kraganum ekkert sérlega spennandi, kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgert flokksdýr með lítinn brodd. Hef hins vegar mikla trú á Gumma Steingríms, hann virðist hafa smá eldmóð og er líka rökfastur. Góður strákur bara. Stefna Samfylkingarinnar er kannski ekki sú traustasta (virkja, ekki virkja, virkja, ekki virkja... Fagra Ísland!!, EU.... geymum EU.... E....hhh hvað??) en ég held að það sé kominn tími til að breyta.

Er svosem hægt að segja að eitthvað sé traust í pólitík nema að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur munu halda helmingaskiptum áfram bak við tjöldin og drekkja sem mestu af hálendi Íslands þrátt fyrir takmarkaðan gróða. Það er nefnilega svo gott að pissa í skóinn sinn.


Kíkið á gummisteingrims.blog.is og setjið svo Gumma í fyrsta sætið!

:: Jón Grétar 08:25 [+] ::
...
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?